Seinni bylgjan: Dóri mátti alveg vera brjálaður Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. mars 2018 10:30 Halldór Jóhann hafði mikið að segja eftir leikinn í gær vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var virkilega ósáttur með síðustu augnablikin í leik ÍR og FH í Olís deild karla í handbolta í gær. Jafntefli varð í leiknum 24-24 eftir að FH-ingum mistókst að nýta sér síðustu sókn sína. Halldór Jóhann var ósáttur við hversu fljótt höndin kom upp hjá dómurunum í lokasókninni. „Mér fannst mjög ósanngjarnt, við erum með síðustu sóknina og erum að reyna að skora. Við eigum 20 eða 25 sekúndur og við fáum hendina upp á okkur. Við erum að reyna að skora mark,“ sagði Halldór Jóhann í viðtali eftir leikinn í gær og honum var mikið niðri fyrir. „ÍR er búið að spila hérna sókn eftir sókn upp í eina og hálfa mínútu. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég skil ekki hvernig þessar reglur eiga að vera.“ „Það geta allir gert mistök, en mér fannst þetta bara helvíti alvarleg mistök,“ sagði Halldór Jóhann. Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir atvikið í þætti sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þeir töldu 14 sekúndur þar sem FH-ingar voru að stilla upp sókn sinni áður en höndin kom upp hjá dómurunum. „Ef ég væri þjálfari þá hefði ég líka orðið brjálaður,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. „Ég vil samt taka það fram að þeir áttu að missa boltann þegar sendingin kemur á línuna,“ bætti hann við og vísaði þar til atviks þar sem ÍR stal boltanum en aukakast var dæmt á síðustu sekúndunum. Þeir fóru svo yfir loka sókn ÍR, þar sem Breiðhyltingar fengu dæmda á sig leiktöf. Þar var höndin mun lengur að koma upp hjá dómurunum. „Þeir settu höndina of snemma upp hjá FH en mér fannst þeir samt dæma leikinn vel,“ sagði Sebastian Alexandersson. Umræðuna úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira