Jóhanna vill að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokknum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 16:47 Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert lært af hruninu. Vísir/Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Stj.mál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Stj.mál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira