Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 23:15 Friðþór Eydal var blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira