Love fékk kvíðakast í miðjum leik: „Eins og heilinn væri að reyna að skríða út úr höfðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 10:00 Kevin Love hugsar nú betur um andlega heilsu sína. vísir/getty Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, opnar sig í pistli sem hann skrifar á vefsíðuna The Players Tribune um ástæðu þess að hann þurfti að yfirgefa tvo leiki á tímabilinu þegar að þeir voru enn í fullum gangi. Ástæðan er sú að Love fékk kvíðakast í miðjum leik, en vegna þess lítur hann nú allt öðrum augum á andleg veikindi íþróttamanna sem urðu kveikjan að skrifum hans. Love var færður á sjúkrahús 5. nóvember þegar að Cleveland tapaði fyrir Atlanta Hawks en hann kvartaði þá yfir magaverk og erfiðleika með andardrátt. Hann segir í pistli sínum að einkennin hafi komið til vegna kvíðakastsins. „Þetta kom upp úr engu. Ég hafði aldrei fengið kvíðakast áður. Ég vissi ekki einu sinni að þau væru til. En þau eru til. Þau eru eins raunveruleg og handarbrot eða tognaður ökkli. Frá þessum degi hef ég breytt því hvernig ég hugsa um andleg veikindi,“ skrifar Love.Kevin Love á fullu í leik með Cleveland.vísir/gettyLove þurfti einnig að yfirgefa leik á móti Oklahoma City í janúar sem tapaðist en þá varð allt vitlaust innan liðsins. Haldinn var neyðarfundur þar sem sumir liðsfélagar Loves efuðust um að nokkuð væri að honum. Þeir vildu meina að hann væri bara auli sem gæfist upp þegar að vindar blésu á móti. Þrátt fyrir að skrifa ekkert um þann fund í pistli sínum herma heimildir ESPN að Love sagði liðsfélögum sínum frá kvíðakastinu í þeim leik á umræddum fundi. Leikmaðurinn skrifar um það í pistli sínum að hann hefur verið undir álagi heima fyrir og ekki að sofa vel. Hann vissi að eitthvað var að áður en leikurinn á móti Atlanta hófst. „Það er erfitt að lýsa þessu. Það var eins og heimurinn snérist og eins og heilinn á mér væri að reyna að skríða út úr höfðinu. Loftið var þykkt og þungt. Munurinn var skraufþurr. Ég man að einn aðstoðarþjálfarinn öskraði eitthvað um varnarleik og ég kinkaði kolli án þess að heyra hvað hann var að segja. Ég var að fríka út,“ segir Kevin Love.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira