Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Jónas Þór Guðmundson, formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33