Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Endurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. VÍSIR/VILHELM Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent