Paul Newman gaf Susan Sarandon hluta af launum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2018 14:27 Leikararnir Susan Sarandon og Paul Newman. Vísir/Samsett Bandaríska leikkonan Susan Sarandon segir að leikarinn Paul Newman, sem lést árið 2008, hafi eitt sinn gefið henni hluta af launum sem hann fékk fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight (1998). Sarandon og Newman léku saman í myndinni. Sarandon tjáði sig um atvikið í viðtali við breska ríkisútvarpið í dag. Þegar talið barst að máli leikkonunnar Emmu Stone, sem steig nýverið fram og greindi frá því að karlkyns meðleikarar hennar hefðu krafist þess að hún fengi jafnmikið greitt fyrir vinnu sína og þeir, sagðist Sarandon eitt sinn hafa verið í sambærilegri stöðu. „Þetta kom einu sinni fyrir mig og Paul Newman þegar við lékum saman í kvikmynd fyrir löngu síðan,“ sagði Sarandon og átti þar að öllum líkindum við kvikmyndina Twilight sem kom út árið 1998. Með aðalhlutverk í myndinni fóru téð Sarandon og Newman, auk leikarans Gene Hackman, en hlutverk þeirra voru öll jafnstór. Á einhverjum tímapunkti í ferlinu uppgötvaði Sarandon að meðleikarar hennar fengu meira greitt fyrir leik í myndinni en hún. Svo virðist sem kvikmyndaverið hafi samið sérstaklega við Newman og Hackman en ekki Sarandon. „Hann steig fram og sagði: „Jæja, ég gef þér hluta af mínum“,“ sagði Sarandon um Newman og bar honum vel söguna. Þá ræddi Sarandon, sem hlotið hefur Óskarsverðlaun á ferli sínum sem leikkona, einnig #MeToo-byltinguna, Harvey Weinstein og stöðu kvenna í Hollywood í viðtalinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska leikkonan Susan Sarandon segir að leikarinn Paul Newman, sem lést árið 2008, hafi eitt sinn gefið henni hluta af launum sem hann fékk fyrir leik sinn í kvikmyndinni Twilight (1998). Sarandon og Newman léku saman í myndinni. Sarandon tjáði sig um atvikið í viðtali við breska ríkisútvarpið í dag. Þegar talið barst að máli leikkonunnar Emmu Stone, sem steig nýverið fram og greindi frá því að karlkyns meðleikarar hennar hefðu krafist þess að hún fengi jafnmikið greitt fyrir vinnu sína og þeir, sagðist Sarandon eitt sinn hafa verið í sambærilegri stöðu. „Þetta kom einu sinni fyrir mig og Paul Newman þegar við lékum saman í kvikmynd fyrir löngu síðan,“ sagði Sarandon og átti þar að öllum líkindum við kvikmyndina Twilight sem kom út árið 1998. Með aðalhlutverk í myndinni fóru téð Sarandon og Newman, auk leikarans Gene Hackman, en hlutverk þeirra voru öll jafnstór. Á einhverjum tímapunkti í ferlinu uppgötvaði Sarandon að meðleikarar hennar fengu meira greitt fyrir leik í myndinni en hún. Svo virðist sem kvikmyndaverið hafi samið sérstaklega við Newman og Hackman en ekki Sarandon. „Hann steig fram og sagði: „Jæja, ég gef þér hluta af mínum“,“ sagði Sarandon um Newman og bar honum vel söguna. Þá ræddi Sarandon, sem hlotið hefur Óskarsverðlaun á ferli sínum sem leikkona, einnig #MeToo-byltinguna, Harvey Weinstein og stöðu kvenna í Hollywood í viðtalinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein