Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 06:29 Stjórnarherinn lét sprengjum rigna á sjúkrahús í gær. Árásarnir voru þær verstu í Austur-Ghouta í áraraðir. Vísir/Epa Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik. Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik.
Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15