Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 18:10 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13