Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 18:10 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein réðst á meðframleiðanda kvikmyndar um ævi Marilyn Monroe vegna þess að honum mislíkað hversu góðar viðtökur myndin hlaut í tilraunasýningu. Þetta fullyrðir breski kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt í nýrri heimildamynd. Atvikið átti sér stað eftir tilraunasýningu á myndinni „My Week with Marilyn“ sem Weinstein og Parfitt framleiddu og kom út árið 2011. Að sögn Parfitt var Weinstein ekki ánægður með lokaútgáfu myndarinnar og taldi hann að Monroe þyrfti að koma meira við sögu. „Hann hélt mér föstum upp við kóksjálfsala og hótaði alls konar hlutum. Það var mjög ógnvekjandi. Hann var ævareiður yfir því að myndin í útgáfu okkar virkaði,“ segir Parfitt í nýrri heimildamynd bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Weinstein segir að þeir Parfitt hafi átt í listrænum ágreiningi um myndina. Weinstein hafi beðist afsökunar á ruddalegri hegðun við ákveðnar aðstæður í fortíðinni. Hann neiti hins vegar alfarið að hafa gert nokkuð glæpsamlegt. Komst upp með áreitnina í krafti samninga sem keyptu þagmælskuFleiri ásakanir koma fram í heimildamyndinni. Ung kona sem starfaði fyrir Miramax-fyrirtæki Weinstein segir hann hafa beðið hana um að nudda sig þegar hún hitti hann fyrst. Þegar hún vildi ekki fallast á það þrýsti hann á hana að afklæðast svo að hann gæti nuddað hana á meðan hann fróaði sér. Weinstein hafi svo þrýst á hana að fara í sturtu með sér. Fyrrverandi starfsmenn hans segja að Weinstein hafi geta haldið uppteknum hætti í krafti samninga sem hann gerði um þagmælsku þeirra sem hann áreitti og beitti ofbeldi. Weinstein neitar öllum áskönunum sem koma fram í myndinni. Ásakanir um ítrekaða og grófa kynferðislega áreitni eða ofbeldi Weinstein komust í hámæli fyrr í vetur og hrundu þær af stað MeToo-byltingunni svonefndu. Fjöldi valdamikilla karla hefur þurft að stíga til hliðar eftir öldu uppljóstrana um framferði þeirra í gegnum tíðina.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13