UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Skelkuð börn á bráðabirgðasjúkrahúsi í Douma. Vísir/afp Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15