Konur tóku sér pláss á Eddunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 21:14 Kvennasamstaða einkenndi upphafsatriði Eddunnar í ár. Skjáskot af RÚV Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni. Eddan MeToo Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni.
Eddan MeToo Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira