NBA: Tólf sigrar í röð hjá Houston Rockets en Cleveland tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 07:30 James Harden og Chris Paul fagna í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira