VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 21:30 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00