Vilja endurvekja viðræðurnar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 28. febrúar 2018 08:00 Baskó hefur séð um rekstur verslana á bensínstöðvum Skeljungs. Vísir/Gva Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Skeljungs ákvað í júlí í fyrra að slíta viðræðunum en heimildir Markaðarins herma að vilji standi til þess á meðal stjórnenda félagsins að láta reyna aftur á viðræður félaganna. Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, greindi frá því á fjárfestafundi í síðustu viku að stefnt væri að því að loka verslunum 10-11 við bensínstöðvar Skeljungs og Orkunnar en opna þess í stað matvörubúðir undir sérstöku merki sem Basko myndi reka. Egholm nefndi að með þessu hygðust félögin tvö, Skeljungur og Basko, styrkja samstarf sitt og leggja jafnframt aukna áherslu á matvöru í stað bílatengdra vara. Auk þess greindi Egholm frá því að vonir stæðu til þess að hægt yrði að samþætta vörur og þjónustu Heimkaupa, sem Skeljungur á þriðjungshlut í, og Eldum rétt, sem Basko á helmingshlut í, við nýju verslanirnar. Þannig yrði vonandi hægt að kaupa bensín og matvörur og sækja vörur frá Heimkaupum og Eldum rétt í verslununum. Tilkynnt var að viðræður hefðu hafist á milli stjórna félaganna í maí í fyrra. Þær runnu hins vegar út úr sandinn tveimur mánuðum síðar eftir að í ljós kom að ýmsar forsendur kaupanna hefðu ekki gengið eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00 Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28 Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Viðræðuslit að frumkvæði Skeljungs "Samningurinn á milli aðila var háður ýmsum skilyrðum og forsendum sem ekki gengu öll eftir og því varð þetta niðurstaðan,“ segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, um þá ákvörðun stjórnar félagsins að slíta viðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. 17. júlí 2017 06:00
Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kaupin Skeljungs hf. og Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila. Kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. 21. maí 2017 21:28
Skeljungur hættir við kaup á 10-11 "Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir forstjóri Skeljungs. 16. júlí 2017 18:34
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00