Árásirnar hættu ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Reykur steig upp frá Austur-Ghouta í átakapásu gærdagsins. Vísir/Afp Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00