Valdeflandi að taka upp nektarsenu fyrir Red Sparrow Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 23:15 Jennifer Lawrence hefur ákveðið að taka sér pásu frá leiklistinni. Vísir/Getty Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna. Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Jennifer Lawrence segir að eldri menn með völd í kvikmyndabransanum hafi svo sannarlega komið illa fram við sig, þó að það hafi ekki verið jafn alvarlegt og brotin sem Harvey Weinstein er sakaður um. Nefndi hún dæmi þar sem menn snertu á henni fótleggina og hún hafi ekki fundist hún geta mótmælt. Hakkari braut á Lawrence árið 2014 með því að birta nektarmyndir af henni. Lawrence segir að í mörg ár hafi hún verið óörugg þegar kom að nekt og líkama sínum. Að vera nakin í tökum fyrir kvikmyndina Red Sparrow hafi svo verið valdeflandi fyrir hana. Hún segir í viðtali við CNN að myndin komi á frábærum tímapunkti eftir #MeToo byltinguna. „Þegar ég las handritið þá elskaði ég það svo mikið. Ég hugsaði að ef ég myndi ekki gera þetta... væri það næstum því eins og allt óöryggið og óttinn minn myndu vinna.“Kvíðinn verri en raunveruleikinn Í myndinni leikur Lawrence rússneska ballerínu sem verður njósnari eftir að hún meiðist. Í einu atriðinu er henni skipað að afklæða sig í þjálfunarbúðum ásamt fleiri konum. „Kvíðinn fyrirfram var miklu verri en raunveruleikinn sjálfur. Ég hafði rúmt ár til að undirbúa mig andlega. Versti hlutinn var nóttin áður, ég svaf ekki neitt.“ Snemma á ferlinum var Lawrence mynduð nánast nakin umkringd grennri konum. Framleiðandi sagði henni svo að nota myndirnar sem hvatningu til þess að léttast. Þetta atvik minnir á umhverfið sem Lawrence var í þegar nektaratriðið var tekið upp fyrir Red Sparrow. Aðstæðurnar þar voru þó mjög afslappaðar og þægilegar. „Allir voru svo faglegir og almennilegir. Mér leið fullkomlega vel,“ segir Lawrence um tökurnar. Hún upplifði þetta valeflandi og finnur enn þá tilfinningu.Gerir heimildamynd Myndin var tekin upp áður en #MeToo byltingin fór af stað en leikkonan segir að hún sé akkúrat myndin sem við þurfum núna. „Hún opnar samtalið um munin á samþykki og ekki samþykki.“ Lawrence tilkynnti nýlega að hún ætlar að taka sér árshlé frá leiklist ætlar að gera heimildamynd um nýju kvennabyltingar eins og #MeToo, #timesup og um launajafnrétti kynjanna.
Bíó og sjónvarp Menning MeToo Tengdar fréttir Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Jennifer Lawrence staupaði og sparkaði af sér skónum í viðtali við Colbert Leikkonan Jennifer Lawrence er þekkt fyrir skrautalegan og skemmtilegan karakter og sýndi hún það í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. 28. febrúar 2018 10:30