Baghdadi særðist alvarlega í árás í maí Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2018 15:54 Baghdadi í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014. Vísir/AFP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, særðist alvarlega í maí í fyrra og þurfti að láta af stjórn hryðjuverkasamtakanna um mánaða skeið. Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega. Abu Ali al-Basri, yfirmaður leyniþjónustu Írak, hélt þessu fram í morgun og sagði yfirvöld Írak hafa sterkar heimildir fyrir ástandi Baghdadi. Þær byggðu á yfirheyrslum yfir fönguðum ISIS-liðum og frásögnum flóttafólks á svæðinu.CNN hefur þetta einnig eftir heimildarmönnum sínum innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Talið er að Baghdadi hafi særst í loftárás nærri Raqqa en ekki er vitað hver gerði umrædda árás. Á þeim tíma voru sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra að umkringja Raqqa sem var nokkurs konar höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins. Þær aðgerðir voru studdar af Bandaríkjunum.Meiðsl Baghdadi voru ekki sögð vera lífshættuleg en þau voru þó það slæm að hann gat ekki stjórnað samtökunum sjálfur í allt að fimm mánuði. Þá mun hann ekki geta gengið án aðstoðar vegna fótbrota. Auk þess er hann sagður glíma við sykursýki. Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið fram opinberlega en það var í al-Nuri moskunni í Mosul í júlí 2014, þar sem hann lýsti yfir stofnun kalífadæmisins. Síðan þá hefur írakski herinn og sveitir hliðhollar yfirvöldum í Baghdad rekið ISIS-liða frá Mosul. ISIS-liðar sprengdu hina fornu mosku þó í loft upp áður en þeir yfirgáfu svæðið.Þá hefur Baghdadi einungis sent frá sér hljóðupptökur síðan og þá síðustu í september. Þá reyndi hann að stappa stálinu í vígamenn sína sem voru á undanhaldi á öllum vígstöðvum í Írak og Sýrlandi.Síðan þá hafa samtökin tapað nánast öllu umráðasvæði sínu nema í Efratdalnum í Sýrlandi og í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Talið er að Baghdadi sé í felum þar en um stórt og strjálbýlt svæði er að ræða svo erfitt er að finna hann.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52 Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Rússar kanna hvort þeir hafi fellt leiðtoga Ríkis íslams Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams gæti hafa verið á meðal á fjórða hundrað liðsmanna samtakanna sem féllu í rússneskum loftárásum í Raqqa í lok maí, að sögn rússneskra stjórnvalda. 16. júní 2017 08:52
Herja nú á ISIS í eyðimörkinn Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak. 23. nóvember 2017 16:49
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45