Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Flokksfélagar Jakobs Zuma vilja losna við hann. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. VÍSIR/EPA Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53