Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 12:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti var með Hinrik prins sér á hægri hönd í veislu Margrétar Þórhildar og Hinriks til heiðurs íslensku forsetahjónanna í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan. Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan.
Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10