Guðni Már segir skilið við RÚV og flytur til Kanaríeyja Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 17:55 Guðni Már hefur stjórnað Næturvaktinni á Rás 2 í áraraðir. Vísir/Anton Brink Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við. Fjölmiðlar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við.
Fjölmiðlar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira