Sony dreifir Herra Hnetusmjöri um Norðurlöndin Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. febrúar 2018 08:00 Herra Hnetusmjör gæti opnað dyrnar fyrir íslenskt popp á Norðurlöndunum með samningnum. VÍSIR/ERNIR „Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira