„Iron Man“ vann Ólympíugull fyrir heimamenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 10:30 Yun Sung-Bin. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira