Lækkun launa afvopni ekki stéttarfélög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vísir/Anton Brink „Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
„Hvort þetta sé í andstöðu við hlutverk verkalýðshreyfingarinnar? Nei, ég er ekki sammála því,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sætir gagnrýni verkalýðsforingja fyrir að krefjast þess að laun þeirra ráðamanna sem kjararáð hækkaði svo hraustlega í launum um árið verði lækkuð með lagasetningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, furðar sig á þessari kröfu ASÍ sem fram kom í starfshópi um málefni kjararáðs og vill meina að það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að krefjast launalækkunar tiltekins hóps heldur fremur að krefjast sambærilegrar hækkunar til handa láglaunafólki. „Ég hef ætíð fagnað þegar fólk hækkar í launum. Ég hef sagt það áður að ég vil nota viðmið kjararáðs til að hækka lægstu laun og launataxta til samræmis við hækkun kjararáðs,“ segir Vilhjálmur. Kjararáð hafi sent tón sem beri að nýta til að rökstyðja hækkun lægstu launa í komandi átökum. „Ef við hefðum nýtt okkur þá hækkun sem varð á þingfararkaupi þá væru lágmarkslaun í dag 360 þúsund, ekki 280 þúsund. Ég hefði miklu frekar viljað sjá forystu ASÍ og verkalýðshreyfinguna í heild sinni berjast fyrir því að fá sambærilega hækkun en að fara fram á að tilteknir hópar lækki í launum. Um leið og ég fer að berjast fyrir því að fólk lækki í launum þá fer ég að leita mér að annarri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður um þessa gagnrýni segir Gylfi það líka hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir jöfnuði. „Að forystumenn stjórnmála og stjórnsýslu beri ekki meira úr býtum í brauðstritinu en almenningur. Það er ekki andstætt baráttu verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi og hafnar því að kjararáð þurfi til að krefjast launahækkana. „Það er stéttarfélögunum að sjálfsögðu heimilt og hafa til þess þau vopn sem þau telja sig þurfa til að fylgja því eftir. Ég er ekki að fjalla um það. Ég er ekki að taka úr höndunum á stéttarfélögum, hvorki á Akranesi né annars staðar, rétt þeirra til að fara fram með það sem þau telja skynsamlegt. Það gera þau á eigin forsendum.“ – smjvísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent