Nístingskuldi á Nýbýlavegi Baldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Það tók mig 20 fjandans mínútur að aka niður hálfan Nýbýlaveginn í gær. Mér skilst að umferðin þennan hrollkalda janúarmorgun hafi verið á pari við andlega líðan mína eftir bílferðina; óvenju slæm. Síðastliðið sumar sótti að mér sú þrá að eignast jeppa. Eftir að hafa reynsluekið spánnýjum 5 milljóna Land Rover Discovery-jepplingi kom babb í bátinn. Ég átti ekki 5 milljónir. Úr varð að ég sættist á þá „málamiðlun“ að kaupa reiðhjól. Niðurlægingin var yfirþyrmandi og algjör. Á þeim stað var ég andlega eftir þessa sneypuför að mér fannst ég hafa unnið varnarsigur þegar ég laumaðist til að panta mér rafknúið reiðhjól. Annað okkar hjóna tók vanalega strætó í vinnuna, áður en hjólið kom til sögunnar. Mér reiknast til að ég borgi hjólið upp á rúmlega einu ári, ef ég hjóla alla daga í vinnuna. Frá því í ágúst hef ég hjólað í vinnuna daglega. Ég bý fyrir neðan Nýbýlaveg og hjóla niður Fossvogsdal, upp meðfram Kringlumýrarbraut og niður í Hlíðar. Ferðalagið tekur mig 10 til 12 mínútur – rafhjólum er nefnilega sama um vind og brekkur. Á þeim tíma sem það tók mig að aka niður hálfan Nýbýlaveginn hefði ég getað hjólað í vinnuna og heim aftur. Negld dekk, ljós á hjólið, góður hlífðarfatnaður og hæfileg hreyfing gerir ferðalagið á rafhjólinu beinlínis notalegt og nær úr manni morgunhrollinum, eins öfugsnúið og það kann að hljóma. Þar sem ég sat fastur í umferðarteppunni – og virti argur fyrir mér þreytulega og skjálfandi samborgara mína í næstu bílum – rann það upp fyrir mér að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna hjólreiðastígar borgarinnar eru ekki fullir af rafhjólum. Þessi Land Rover má bara eiga sig sjálfur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun