Vímaðir fylltu fangageymslur í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:05 Lögreglan í Kópavogi, sem og í öðrum höfuðborgarsveitarfélögum, hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vihelm Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku. Lögreglumál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku.
Lögreglumál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira