Tomma Tomm minnst með minningum um góða tíma og gamansögum Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2018 20:00 Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag. Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það gerist væntanlega ekki oft að menn leiki einleik á bassa við eigin útför en það gerði Tómas Magnús Tómasson tónlistarmaður, upptökustjóri og landsþekktur húmoristi í dag. Fullt var út úr dyrum í Hallgrímskirkju þegar ástvinir Tomma Tomm, eins og hann var alltaf kallaður, kvöddu hann með minningum um góðu stundirnar í lífi hans. Tómas Magnús Tómasson var vinsæll maður í lifanda lífi og það voru margir mættir til að kveðja hann. Meðal annars Skólahljómsveit Vesturbæjar og hluti af Lúðrasveit Reykjavíkur og auðvitað spila þau Jón var kræfur karl og hraustur. En Tommi hóf tónlistarferil sinn ungur að árum í lúðrasveit.Fjölmennt var í Hallgrímskirkju í dag.Vísir/EyþórÞað er of langt mál að telja upp allt það tónlistarfólk og aðra sem komu að útför Tomma Tomm en ástvinir hans og aðstandendur ákváðu að hafa þessa stund í anda Tomma og minnast allra góðu stundanna með þessum einstaka tónlistarmanni, húmorista og upptökustjóra sem sennilega hefur komið að fleiri hljómplötum en nokkur annar Íslendingur. Ari Eldjárn flutti gamansögur af Tomma sem kitluðu hláturstaugar viðstaddra. Síðan var bassaleikarinn sjálfur kynntur til leiks í laginu góða „Ofboðslega frægur“. En Tommi var líka konungur örlaganna, smárra tónverka og söng Egill Ólafsson eitt þeirra með kór og undirleik. Félagar Tomma í Stuðmönnum báru kistu hans sem sveipuð var regnbogafána hinsegin fólks úr kirkju en bálför hans fer fram síðar.Í innslaginu hér að ofan má sjá brot úr þessari óvenjulegu athöfn í Hallgrímskirkju í dag.
Andlát Tengdar fréttir Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15 Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bassaleikari Íslands kveður Bransinn allur syrgir Tómas M. Tómasson tónlistarmann. 25. janúar 2018 11:15
Tómas fjölmörgum vinum harmdauði Tómas Magnús Tómasson, eða Tommi Tomm eins og hann var yfirleitt kallaður, er fjölmörgum harmadauði enda var hann ákaflega virtur og vinsæll í tónlistarheiminum. 24. janúar 2018 20:30