Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Tara Lovísa, Aðalbjörg Birna, Jóhann Patrik og Jökull Myrkvi ásamt hundunum sjö „Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira