Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 bíla vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2018 14:55 Jeep Grand Cherokee. Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það er ekki bara Volkswagen sem kært hefur verið fyrir dísilvélasvindl því bandarísk yfirvöld hafa einnig ákært Fiat Chrysler fyrir samskonar svindl þar sem falinn hugbúnaður átti einnig í hlut. Að auki er Fiat Chrysler gert að innkalla 104.000 Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bíla með slíkan búnað og lagfæra þá. Voru þessir bílar framleiddir á árunum 2014 til 2016. Þá mun Fiat Chrysler einnig fá fjársekt fyrir svindlið og hefur fyrirtækið samþykkt að greiða sekt þó svo að ekki sé búið að ákveða upphæðinu enn sem komið er af ákæruvaldinu. Um samskonar meðferð er að ræða hjá ákæruvaldinu og í tilfelli Volkswagen og fær því þessi bílaframleiðandi í engu öðruvísi meðferð þó svo að stór hluti þess framleiði bíla í Bandaríkjunum undir bandarískum bílamerkjum.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira