Gera hlé á Landsréttarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Sigríður Andersen á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna Landsréttarmálsins. Vísir/Eyþór Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að gera hlé á sinnu vinnu varðandi stöðu Landsréttar og framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipan dómara í réttinn. Nefndin fundaði í hádeginu um stöðu Landsréttar og var þetta niðurstaðan að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir gögnum frá Sigríði Andersen í janúar síðastliðnum vegna skipunar dómara við Landsrétt. Vildi umboðsmaður fá þessi gögn til að meta hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara. 33 sóttu um embætti dómara við Landsrétt í fyrra. Sérstök hæfisnefnd mat fimmtán af þeim hæfasta til að gegna því embætti. Sigríður Andersen fór gegn því mati með því að skipa fjóra umsækjendur dómara við Landsrétt sem voru ekki á meðal þeirra fimmtán sem nefndin taldi hæfasta. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/GVA Á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen skipaði dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfisnefndarinnar er Arnfríður Einarsdóttir. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður lagði fram kröfu í Landsrétti síðastliðinn þess efnis að Arnfríður myndi víkja sæti sem dómara í máli sem á að taka fyrir í Landsrétti sökum vanhæfis. Vill Vilhjálmur meina að sökum þess að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að skipan dómsmálaráðherra á Arnfríði sem dómara hefði verið andstæð stjórnsýslulögum þá geti það leitt til þess að dómar hennar verði ómerktir. Meðdómarar Arnfríðar í þessu máli eru þeir Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Samkvæmt lögum tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það því í skaut Arnfríðar og meðdómara hennar í málinu að meta hæfi hennar. Munu þau hafa fjórar vikur til að komast að niðurstöðu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13