Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Aðstandendur hátíðarinnar hafa vart undan að svara erlendum aðilum sem vilja fá að taka þátt í keppninni. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira