LaVar: Steve Kerr er Milli Vanilli þjálfaranna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 LaVar kennir hér þjálfara litháíska liðsins að þjálfa. vísir/getty Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira