Ragnhildur Steinunn ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2018 12:04 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið Elena Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira