Óeðlilegt að nefndin stilli ráðherra upp við vegg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 20:00 Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira