Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:54 Eyþór Arnalds er nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/sigurjón Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði. Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði.
Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47
Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54
Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41