Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 14:30 Flaggað var í hálfa stöng við verslun IKEA í Garðabæ í dag til heiður Ingvars Kamprad sem andaðist í gær. Vísir/AFP Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans. Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans.
Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira