Illgresi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2018 07:00 Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun
Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun