Nýtt Íslandsmet slegið í Breiðdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 08:48 Mestu meðalafurðir á nýliðnu ári voru hjá þeim Gróu Margréti og Sigurði á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hér eru þau , ásamt kýrinni Kornu sem mjólkar mikið á sínu níunda mjaltaskeiði. Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins. Dýr Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira