Stjórn KSÍ leggur til að fara skosku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Íslenska landsliðið fagnar marki. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvaða tillögur verða teknar fyrir á 72. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar næstkomandi. Reynir Sandgerði leggur meðal annars til að liðum í 3. deildinni verði fjölgað úr tíu í tólf lið og þá leggur ÍBV til breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Eyjamenn vilja koma því inn að leikmaður haldi sínum kröfurétti nema félagið geti sýnt með sannarlegum hætti að staðið hafi verið alla hliðar samningsins. Stjórn KSÍ leggur einnig fram heildarbreytingu á lögum KSÍ en ársþing KSÍ 2017 samþykkti að fela stjórn KSÍ að skipa fimm fulltrúa í starfshóp, sem fari yfir og endurskoði ákvæði laga KSÍ. Niðurstöður hópsins eru nú lagðar fyrir þingið. Stærsta breytingin er að kjörtímabil formmans er lengt úr tveimur árum í þrjú og að hann geti bara setið samfleytt sem formaður í þrjú kjörtímabil ef hann er kosinn til þess. Síðast en ekki síst er önnur tillaga frá stjórn KSÍ um að ársþing KSÍ 2018 samþykki að stjórn KSÍ skori á íslensk stjórnvöld að fara „skosku leiðina“. Skoska leiðin eða Air Discount Scheme (ADS) var sett á fót af skoskum stjórnvöldum árið 2005. Markmiðið hennar er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betri aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í þessu tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS. Takist vel til gæti þessi leið reynst afar kærkomin fyrir félög á landsbyggðinni.Hér má sjá tillögur og dagskrá 72. ársþings KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvaða tillögur verða teknar fyrir á 72. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar næstkomandi. Reynir Sandgerði leggur meðal annars til að liðum í 3. deildinni verði fjölgað úr tíu í tólf lið og þá leggur ÍBV til breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Eyjamenn vilja koma því inn að leikmaður haldi sínum kröfurétti nema félagið geti sýnt með sannarlegum hætti að staðið hafi verið alla hliðar samningsins. Stjórn KSÍ leggur einnig fram heildarbreytingu á lögum KSÍ en ársþing KSÍ 2017 samþykkti að fela stjórn KSÍ að skipa fimm fulltrúa í starfshóp, sem fari yfir og endurskoði ákvæði laga KSÍ. Niðurstöður hópsins eru nú lagðar fyrir þingið. Stærsta breytingin er að kjörtímabil formmans er lengt úr tveimur árum í þrjú og að hann geti bara setið samfleytt sem formaður í þrjú kjörtímabil ef hann er kosinn til þess. Síðast en ekki síst er önnur tillaga frá stjórn KSÍ um að ársþing KSÍ 2018 samþykki að stjórn KSÍ skori á íslensk stjórnvöld að fara „skosku leiðina“. Skoska leiðin eða Air Discount Scheme (ADS) var sett á fót af skoskum stjórnvöldum árið 2005. Markmiðið hennar er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betri aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í þessu tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS. Takist vel til gæti þessi leið reynst afar kærkomin fyrir félög á landsbyggðinni.Hér má sjá tillögur og dagskrá 72. ársþings KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira