Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 21:19 Michael Douglas er margverðlaunaður fyrir störf sín í skemmtanaiðnaðinum og er sonur leikarans Kirk Douglas. Vísir/Getty Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“ MeToo Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. Douglas sagðist finna sig knúinn til að vinna fram í tímann og deila áhyggjum sínum áður en frétt um málið væri birt. Hann segir að fyrrverandi starfskona hefði sakað sig um að fróa sér fyrir framan hana fyrir rúmum 30 árum síðan. „Þetta er eintóm lygi, uppspuni, ekki sannleikskorn,“ sagði Douglas í samtali við Deadline.Engar beinagrindur í skápnum Douglas segist hafa fengið símtal frá lögmanni sínum í desember um að fjölmiðill hygðist birta frétt um ásakanir konunnar. Þá hafi konan einnig sagt að Douglas hafi komið því í kring að hún fengi ekki vinnu eftir að hann sagði henni upp, að hann hafi notað „litríkt orðalag“ í kringum hana og verið klúr í einkasamtölum við vini sína í síma. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt,“ segir Douglas sem lýsir aðstæðunum sem martröð. „Ég stæri mig af þvía ð vera heiðvirður í þessum bransa, svo ekki sé minnst á langa sögu föður míns og allt annað. Það eru engar beinagrindur í mínum skáp. Ég er ringlaður hvers vegna þetta lítur dagsins ljós núna eftir 32 ár,“ segir Douglas en faðir hans er hinn goðsagnakenndi leikari Kirk Douglas. Hann segist hafa séð tvo kosti í stöðunni, annars vegar að bíða eftir því að fréttin yrði birt og reyna þá að verja sig eða að deila áhyggjum sínum og sinni hlið áður en fréttin yrði birt. „Ég hef unnið með konum allt mitt líf. Þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Douglas.Hefur áhyggjur af bakslagi Konan sem um ræðir er rithöfundur en hefur enn ekki verið nafngreind. Douglas segir að engin sönnunargögn séu til að styðja við frásögn hennar. „Ég get einungis ímyndað mér að þetta sé gert til að særa einhvern eða til að gagnast einhverjum við útgáfusamning svo hægt sé að skrifa kafla um mig.“ Douglas segist styðja MeToo byltinguna af öllu hjarta og að hann muni alltaf styðja við baráttu kvenna. Hann hafi þó áhyggjur af því að ásakanir sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum geti gert það að verkum að bakslag verði í baráttuna. „Að vera ásakaður, án nokkurs möguleika á að verja sig í dómsal. Án þess að hafa einhverjar upplýsingar fyrir framan sig svo maður geti sagt sína hlið eða varið sig. Það er engin málsmeðferð, enginn möguleiki á að sjá sönnunargögn frá þeim sem áskar mig. Það veldur mér áhyggjum.“ Hann segist enn hafa stuðning fjölskyldu sinnar og þeim kvikmyndastúdíóum sem hann starfi nú með en hann viðurkennir að hann sé óttasleginn. „Ég er sár, virkilega sár og móðgaður og ég velti því fyrir mér hvort að fólk átti sig á því að þegar þú gerir eitthvað svona þá særir það mun fleiri en bara eina manneskju.“
MeToo Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira