Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 12. janúar 2018 10:00 Arnór á æfingu landsliðsins í gær. vísir/ernir Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. „Tilfinningin er góð enda er þetta alltaf spenanndi. Það er mikil eftirvænting þegar kemur að stórmótum. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við tryggðum okkur inn síðasta sumar. Við erum spenntir að sjá hvar við stöndum,“ segir hinn 33 ára gamli Arnór þá nýkominn af enn einni landsliðsæfingunni. Hann er nýbúinn að spila sinn 200. landsleik og fleiri bætast við á næstu dögum. Meiðsli hafa farið frekar illa með Akureyringinn síðustu ár en hann hefur alltaf harkað af sér og mætt á stórmótin með landsliðinu. Hann vill ekki gefa út neinar yfirlýsingar um hvort þetta verði hans síðasta. „Maður tekur bara eitt verkefni í einu og svo verður þjálfarinn að meta það hvort maður sé að gera eitthvað gagn. Ég held áfram á meðan ég geri eitthvað gagn.“ Arnór hefur ekki spilað mikið í vetur vegna meiðsla en er að koma til Króatíu í fínu standi. „Ég meiddist síðast í nóvember og var frá í mánuð. Spilaði svo mikið í síðustu þremur leikjunum fyrir jól. Eigum við ekki að segja að ég hafi fengið góðan mánuð til þess að undirbúa mig líkamlega fyrir þetta mót,“ segir Arnór léttur en hann vildi ekki vera með neinar stórar yfirlýsingar um hvaða væntingar hann gerði til liðsins á þessu móti. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður. „Tilfinningin er góð enda er þetta alltaf spenanndi. Það er mikil eftirvænting þegar kemur að stórmótum. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við tryggðum okkur inn síðasta sumar. Við erum spenntir að sjá hvar við stöndum,“ segir hinn 33 ára gamli Arnór þá nýkominn af enn einni landsliðsæfingunni. Hann er nýbúinn að spila sinn 200. landsleik og fleiri bætast við á næstu dögum. Meiðsli hafa farið frekar illa með Akureyringinn síðustu ár en hann hefur alltaf harkað af sér og mætt á stórmótin með landsliðinu. Hann vill ekki gefa út neinar yfirlýsingar um hvort þetta verði hans síðasta. „Maður tekur bara eitt verkefni í einu og svo verður þjálfarinn að meta það hvort maður sé að gera eitthvað gagn. Ég held áfram á meðan ég geri eitthvað gagn.“ Arnór hefur ekki spilað mikið í vetur vegna meiðsla en er að koma til Króatíu í fínu standi. „Ég meiddist síðast í nóvember og var frá í mánuð. Spilaði svo mikið í síðustu þremur leikjunum fyrir jól. Eigum við ekki að segja að ég hafi fengið góðan mánuð til þess að undirbúa mig líkamlega fyrir þetta mót,“ segir Arnór léttur en hann vildi ekki vera með neinar stórar yfirlýsingar um hvaða væntingar hann gerði til liðsins á þessu móti. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00 Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00 Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15 Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
EM-dagbókin: Stamaði er ég hitti loksins Faxa Ísland spilar við Svíþjóð á EM í dag og Henry Birgir gerir upp ástar/haturssamband sitt við sænska handboltalandsliðið í dagbók dagsins. 12. janúar 2018 08:00
Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía. 12. janúar 2018 06:00
Geir: Alveg klárt að við ætlum okkur að komast áfram Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var yfirvegaður eftir æfingu íslenska landsliðsins í dag og virkar nokkuð bjartsýnn fyrir komandi átök á EM í Króatíu. 11. janúar 2018 19:15
Kristján mun ekki syngja með íslenska þjóðsöngnum Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Svía, var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. janúar 2018 09:30