Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Baldur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. vísir/anton brink Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Sjá meira
Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Sjá meira