Eric Clapton segist vera að missa heyrnina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 21:42 Eric Clapton er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame). Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eric Clapton hefur nú opinberað að hann sé að missa heyrnina. Clapton greindi frá þessu í þættinum Steve Wright in the Afternoon á BBC Radio 2 í vikunni. Þar sagði hann að auk þess að missa heyrnina væri hann með tinnitus, sjúkdóm sem veldur krónísku eyrnasuði. „Ég meina, ég er að missa heyrnina, ég er með eyrnasuð, hendurnar mínar rétt svo virka,“ sagði Clapton. „Ég vona að fólk muni halda áfram að koma og sjá mig vegna þess að ég er furðuverk, eða jafnvel vegna einhvers annars. En ég veit að það er hluti af ástæðunni. Mér finnst magnað að ég sé enn hér.“Talinn einn sá allra besti Clapton hefur þó ekki í hyggju að leggja gítarinn á hilluna í bráð. „Ég mun halda áfram að vinna, ég er að spila hér og þar,“ sagði hann. „Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að vera á áttræðisaldri og vera vandvirkur.“ Eric Clapton er fyrir löngu orðin goðsögn í tónlistarbransanum. Hann fagnar 73 ára afmæli sínu þann 30. mars næstkomandi. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinniThe Yardbirds og seinna með Cream. Hann er talinn vera einn besti gítarleikari allra tíma og er eini tónlistarmaðurinn sem hefur í þrígang verið vígður inn í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock and Roll Hall of Fame).
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira