Leonardo DiCaprio orðaður við nýja mynd Tarantino um Charles Manson Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 22:06 Leonardo DiCaprio hlaut óskarsverðlaun árið 2016 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira