Hrafnhildur hætt að keppa á stórmótum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri Íslendinga í lauginni árið 2017. vísir/anton Hrafnhildur Lúthersdóttir er hætt keppni á stórmótum erlendis, eins og liðsfélagi hennar Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Þetta tilkynntu þær á þakkargjörðarhátið sem þær héldu í Ásvallalaug í dag. Fjarðarfréttir.is greindi frá þessu í dag. Þær eiga báðar glæsta ferla að baki og hafa sett samtals 101 Íslandsmet og unnið 136 Íslandsmeistaratitla, samkvæmt Klaus Ohk, sundþjálfara stelpnanna. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Þá náði hún sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Hrafnhildur varð fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. Ákvörðunin var tekin eftir Evrópumótið í Tékklandi, en þá var Hrafnhildur í lokaprófum í háksólanámi og Ingibjörg í mastersnámi. Þær vildu þó ekki segja alveg skilið við sundið og ef Klaus hefði samband við þær og biði um að koma til æfinga í tvo mánuði og keppa á bikarmóti þá myndu þær ekki segja nei við því. Hrafnhildur sagði í viðtali við mbl.is að árið 2014 hafi hún verið búin að ákvæða að hætta eftir Ólympíuleikana í Ríó, en þar sem henni gekk svo vel þar hafi hún harkað af sér eitt ár í viðbót. Nú sé hins vegar komið að því að taka kærkomið frí áður en hún snúi sér að því að komast inn í læknisfræði. Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur, Eygló Ósk og Ingibjörg Kristín einokuðu topplista ÍM50 Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu bestum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalssundlauginni um helgina. 10. apríl 2017 15:30 Hrafnhildur með nýtt Íslandsmet og sæti í undanúrslitum Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 50 metra bringusundi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn. 13. desember 2017 09:01 Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. 23. nóvember 2017 08:30 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir er hætt keppni á stórmótum erlendis, eins og liðsfélagi hennar Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Þetta tilkynntu þær á þakkargjörðarhátið sem þær héldu í Ásvallalaug í dag. Fjarðarfréttir.is greindi frá þessu í dag. Þær eiga báðar glæsta ferla að baki og hafa sett samtals 101 Íslandsmet og unnið 136 Íslandsmeistaratitla, samkvæmt Klaus Ohk, sundþjálfara stelpnanna. Hrafnhildur er aðeins 26 ára, en hún varð í 2. sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2016. Þá náði hún sjötta sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. Hrafnhildur varð fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug. Ákvörðunin var tekin eftir Evrópumótið í Tékklandi, en þá var Hrafnhildur í lokaprófum í háksólanámi og Ingibjörg í mastersnámi. Þær vildu þó ekki segja alveg skilið við sundið og ef Klaus hefði samband við þær og biði um að koma til æfinga í tvo mánuði og keppa á bikarmóti þá myndu þær ekki segja nei við því. Hrafnhildur sagði í viðtali við mbl.is að árið 2014 hafi hún verið búin að ákvæða að hætta eftir Ólympíuleikana í Ríó, en þar sem henni gekk svo vel þar hafi hún harkað af sér eitt ár í viðbót. Nú sé hins vegar komið að því að taka kærkomið frí áður en hún snúi sér að því að komast inn í læknisfræði.
Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur, Eygló Ósk og Ingibjörg Kristín einokuðu topplista ÍM50 Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu bestum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalssundlauginni um helgina. 10. apríl 2017 15:30 Hrafnhildur með nýtt Íslandsmet og sæti í undanúrslitum Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 50 metra bringusundi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn. 13. desember 2017 09:01 Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. 23. nóvember 2017 08:30 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hrafnhildur, Eygló Ósk og Ingibjörg Kristín einokuðu topplista ÍM50 Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náðu bestum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fór fram í Laugardalssundlauginni um helgina. 10. apríl 2017 15:30
Hrafnhildur með nýtt Íslandsmet og sæti í undanúrslitum Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið sitt í 50 metra bringusundi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn. 13. desember 2017 09:01
Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. 23. nóvember 2017 08:30