Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:31 Geir fær að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/ernir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. „Það er margt sem fer um kollinn á manni. Ég er stoltur af drengjunum allan leikinn. Þeir voru að gefa allt í þetta. Þetta var gífurlegt ströggl í síðari hálfleik og við lentum í erfiðleikum, en mér fannst við vera að gera flotta hluti,” sagi Geir við Henry Birgi Gunnarsson í Split. „Það var ekki eins og þeir hafi lokað á okkur heldur var það markvörðurinn. Mér fannst dómgæslan halla á okkur, en ég ætla að segja sem minnst um það í bili. Ég ætla að fá að skoða það í rólegheitum,” sem segir að honum hafi órað fyrir einhverri heimadómgæslu en ekki eins mikilli og hún var: „Ég átti von á einhverju, en ekki svona mikið að mér fannst. Kannski sé ég það í öðru ljósi eftir leikinn.” Geir sagði að hann hafi séð margt jákvætt í leik liðsins í dag. „Margt mjög jákvætt og við náðum að rúlla þessu. Flest allir komu inn á og mjög góður kaflar inn á milli. Þeir þurftu að hafa fyrir þessu,” en gerði hann breytingar á byrjunarliðinu vegna þreytu eða bara þess að sumir leikmennirnir hentuðu Króötunum betur? „Sitt lítið af hverju. Maður þarf að hugsa aðeins lengra fram í tímann en daginn í dag. Ég treysti öllum þessum leikmönnum og þeir eru hér vegna þess að þeir eru góðir handboltamenn. Svo þarf maður auðvitað að spá hvað hentar þessu liði. Við þurftum að veðja á hvaða vörn þeir myndu byrja með.” „Í ljósi sögunnar þá er Króatía verið að spila 5+1 júgóslavísku vörn og ég átti alveg eins von að það myndi koma, en það kom ekki. Okkur gekk vel með 6-0 vörnina og heilt yfir allan leikinn, en það komu kaflar þar sem komu þrír teknískir feilar. Þá náðu þeir yfirhöndinni í fyrri hálfleik og svo varði hann eins og ég veit ekki hvað, blessaður maðurinn,” segir Geir sem lítur þó björtum augum á framundan. „Það sem lögðum upp með gekk glimrandi vel. Við komum með sjálfstraust inn í þetta og mjög jákvætt.” Geir segir að það hafi ekkert komið sér á óvart þegar Króatarnir fóru í því að spila sjö gegn sex í sókninni. „Við áttum alveg eins von á því, en æfðum það ekkert sérstaklega. Mér fannst það oft á tíðum ná að standa það vel og þetta var oft herslumunur. Síðan náðum við kannski ekki að nýta það að markið var tómt. Þetta var töff fyrstu tíu í síðari,” segir Geir. Hann var ánægður með framlag drengjanna. „100% sáttur. Menn lögðu líf og sál í þetta," sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44