Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2018 18:56 Dómararnir voru í eldlínunni í kvöld. vísir/getty Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik. EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira