Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 10:30 Svíinn Philip Henningsson fagnar marki á móti Serbum. Vísir/EPA Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn. EM 2018 í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira