Geir: Boltinn er hjá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 22:45 Geir veit ekki hvort hann verður áfram landsliðsþjálfari. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála. EM 2018 í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segist hafa áhuga á að halda áfram með landsliðið en samningur hans við HSÍ rennur út eftir EM. Við hittum á Geir á hóteli landsliðsins í kvöld eftir að ljóst var að Ísland hefði lokið keppni á EM þetta árið. „Þessu ævintýri er að ljúka viku of snemma. Markmiðið var alltaf að komast til Zagreb í milliriðil. Þetta byrjaði vel gegn Svíum og sá sigur gaf góð fyrirheit um framhaldið. Von um að fara með tvö stig í milliriðil. Því miður er þetta fljótt að breytast. Þetta er niðurstaðan og ég er mjög svekktur með hana,“ segir Geir en hans menn geta engu öðru um kennt en sjálfum sér. „Það eru við sem berum ábyrgð og leggjum þetta upp. Þetta er niðurstaðan og ég er ekki sáttur. Ég hef átt gott spjall við hópinn og hef fengið gott fóður frá þeim til þess að vinna með. Næstu dagar fara í að gera þetta upp. Þegar illa gengur kemur efni sem maður getur mikið lært af. Það er ætlunin að læra af þessu.“ Það var margt gott í leik íslenska liðsins og líka margt sem miður fór. Hvað fannst þjálfaranum? „Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að það eru slæmir kaflar í þeim. Þeir eru mislangir. Einn stuttur kafli til að mynda á móti Svíum breytti miklu í þeim leik,“ segir þjálfarinn en íslenska liðið virtist fara á taugum í kvöld og ekki höndla pressuna. Andlega hliðin er eitthvað sem þarf að skoða segir Geir. „Það er klárlega þáttur sem þarf að skoða og ég ræddi um það við drengina. Hvernig leið okkur á þessum mínútum og almennt í leiknum sem og fyrir leik. Það er pottþétt einn anginn af þessu.“ Eins og áður segir er Geir að verða samningslaus en vill hann halda áfram að þjálfa liðið? „Ég lýsti því yfir síðasta sumar að ég hefði áhuga á að halda áfram með liðið. Núna er boltinn hjá HSÍ og við verðum að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir en er hann bjartsýnn á að fá samningstilboð frá sambandinu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Mínar vangaveltur á þessari stundu hafa nær eingöngu beinst að átta mig á kjarna málsins. Út frá þessum þremur leikjum og hvað hefði verið hægt að gera betur.“ Ekki náðist í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, í kvöld til að spyrja hann út í stöðu þjálfaramála.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira