Þetta sagði Guðjón Valur í viðtalinu sem stuðaði svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Serbíu í gær en úrslitin þýða að íslenska liðið er á leiðinni heim. Viðtalið við landsliðsfyrirliðann á RÚV eftir leik vakti mikla athygli enda virtist Guðjón Valur vera kátur og glaður þrátt fyrir skelfilegan lokakafla og tap. Hann vissi það ekki þá en seinna um kvöldið kom í ljós að tapið kostaði íslenska landsliðið sæti í milliriðlinum. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttamaður hjá RÚV, tók viðtalið við Guðjón Val og spurði hann fyrst um fyrstu hugsanir hans eftir þennan leik. „Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha. Þegar þú mátt tapa með þremur þá tapar þú með þremur. Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell talaði þá um að strákarnir ætluðu að bjóða þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. „Já, okkur sjálfum og áhorfendum og öllum. Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig. Þá er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ sagði Guðjón Valur. Þorkell spurði Guðjón þá út í leikinn og hvernig landsliðsfyrirliðinn upplifði hann. „Ofboðslega skemmtilegur. Fullt af fjöri og fullt af færum. Við að spila ágætlega en vorum kannski aðeins á handbremsunni. Mér fannst eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. Við áttum að vera búnir að klára þennan leik ef ég skora úr mínu hraðaupphlaupi og Malli (Arnór) úr sínu. Þá hefðum við verið komnir fimm mörkum yfir og værum að sigla lygnan sjó,“ sagði Guðjón Valur en skipti þá aftur í furðulega tóninn sem einkenndi þetta sérstaka viðtal. „Þetta skal alltaf að vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman,“ sagði Guðjón Valur en Þorkell spurði hann síðan út í lokaskotið sem Björgvin Páll varði og hélt lífi í vonum íslenska liðsins. „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld. Herbergisfélaginn. Það verður eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann,“ sagði Guðjón Valur. Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV talað um viðtalið þegar var skipt aftur á þá í myndverinu eftir viðtalið við Guðjón Val. „Þetta var mjög einkennilegt viðtal, verða ég að segja,“ sagði Logi og Snorri Steinn Guðjónsson hló við hlið hans. „Þetta var dass af geðshræringu og þetta er eitthvað tilfinningaviðtal,“ sagði Logi en það má sjá viðtalið við Guðjón Val Sigurðsson hér fyrir neðan.Alltaf skal þetta enda svona - Viðtal við Guðjón Val eftir leik Íslands og Serbíu fyrr í dag.https://t.co/0X8ghpLDBq — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 16, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira