Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana? Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. janúar 2018 12:46 Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun